Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   fös 21. febrúar 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórnarmaður Leeds og 49ers í fjárfestahóp sem vill kaupa Rangers
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bandarískur fjárfestahópur er í viðræðum við Rangers um kaup á félaginu. Paraag Marathe, stjórnarmaður hjá San Francisco 49ers og Leeds United, er meðal leiðtoga hópsins.

Marathe hefur verið í stjórn 49ers í 24 ár og þekkir því gríðarlega vel til í íþróttaheiminum vestanhafs.

Bandaríska NFL félagið 49ers er ekki að kaupa Rangers í heild en mun eiga stóran þátt í fjármögnuninni.

Eignarhaldi félagsins er skipt upp á milli ýmissa aðila sem stendur, þar sem New Oasis Asset Limited og Douglas Park eiga stærstu hlutana en þeir nema þó ekki nema um 25% samanlagt.

Stjórnarmennirnir fyrrverandi George Alexander Taylor, Stuart Gibson og John Bennett eiga um 7-10% í félaginu hver.

Rangers er afar sögufrægt félag en situr í öðru sæti skosku deildarinnar sem stendur, auk þess að vera í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Félagið tapaði 17,2 milljónum punda á síðasta fjárhagsári.
Athugasemdir
banner