Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona var drátturinn í Meistaradeildinni - Liverpool fær erfitt verkefni
Liverpool mætir PSG.
Liverpool mætir PSG.
Mynd: EPA
Real Madrid spilar við nágranna sína í Atletico.
Real Madrid spilar við nágranna sína í Atletico.
Mynd: EPA
Núna rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það er einnig ljóst hvernig átta-liða úrslitin og undanúrslitin geta verið.

Liverpool fékk erfiðan drátt. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar hefði getað mætt Benfica en þeir fengu í staðinn Paris Saint-Germain.

Það verður Madrídarslagur þegar Real og Atletico mætast og þá mætast Bayern München og Bayer Leverkusen.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór.

16-liða úrslitin
Club Brugge - Aston Villa
Dortmund - Lille
Real Madrid - Atletico Madrid
Bayern München - Leverkusen
PSV - Arsenal
Feyenoord - Inter
PSG - Liverpool
Barcelona - Benfica

8-liða úrslitin
1 - PSG/Liverpool - Club Brugge/Aston Villa
2 - PSV/Arsenal - Real Madrid/Atletico Madrid
3 - Benfica/Barcelona - Dortmund/Lille
4 - Bayern München/Leverkusen - Feyenoord/Inter

Undanúrslitin1
Sigurvegari úr einvígi 2 - Sigurvegari úr einvígi 1
Sigurvegari úr einvígi 3 - Sigurvegari úr einvígi 4
Athugasemdir
banner
banner
banner