Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   fös 21. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin um helgina - Stelpurnar okkar spila við Sviss og Frakkland
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir til leiks í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag á útivelli gegn Sviss.

Þjóðirnar eigast við í spennandi slag og er þetta í fjórða sinn sem þær mætast í keppnisleik. Hingað til hefur Sviss unnið alla keppnisleiki gegn Íslandi, en síðasti sigurinn kom 2017.

Ísland hafði hins vegar betur gegn Sviss þegar þjóðirnar mættust í æfingaleik fyrir rétt tæplega tveimur árum síðan.

Frakkland og Noregur eru með Íslandi í riðli og eigast við síðar í kvöld.

Liðin mæta svo öll aftur til leiks á þriðjudagskvöldið. Þá spilar Ísland útileik við ógnarsterkt lið Frakklands.

Ísland náði jafntefli gegn Frakklandi síðast þegar liðin mættust á EM 2022, en Frakkar höfðu unnið sex innbyrðisviðureignir í röð fyrir það. Ísland hafði þó betur þegar þjóðirnar mættust í fyrsta sinn í júní 2007 og er það eini sigurinn í átta tilraunum.

Föstudagur
18:00 Sviss-Ísland (Stadion Letzigrund)
20:10 Frakkland-Noregur (Stadium de Toulouse)

Þriðjudagur
17:00 Noregur-Sviss (Viking Stadion)
20:10 Frakkland-Ísland (Stade Marie-Marvingt)
Athugasemdir
banner
banner