Brasilíski sóknarleikmaðurinn gæti verið á leið aftur heim til Brasilíu eftir að Palmeiras hóf viðræður við Barcelona.
Roque, sem verður tvítugur í næstu viku, hefur ekki staðist væntingarnar sem voru gerðar til hans hjá Barcelona. Hann skoraði 2 mörk í 16 leikjum fyrir félagið í fyrra og var svo lánaður til Real Betis.
Hann er að fá þokkalegan spiltíma hjá Betis og hefur tekist að skora 7 mörk í 31 leik fyrir félagið á tímabilinu, auk þess að gefa 2 stoðsendingar.
Palmeiras vill fá Roque til sín strax og er því einnig í viðræðum við Betis til að fá að binda enda á lánssamninginn fyrr.
Barcelona borgaði um 30 milljónir evra til að kaupa Roque og er tilbúið til að selja hann fyrir svipaða upphæð.
Athugasemdir