Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   fös 21. febrúar 2025 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Stórkostleg frammistaða Freiburg
Vincenzo Grifo skoraði tvö
Vincenzo Grifo skoraði tvö
Mynd: EPA
Freiburg 5 - 0 Werder
1-0 Kiliann Sildillia ('15 )
2-0 Vincenzo Grifo ('33 )
2-0 Andre Silva ('39 , Misnotað víti)
3-0 Vincenzo Grifo ('57 )
4-0 Ritsu Doan ('76 )
5-0 Ritsu Doan ('90 )

Freiburg er komið upp í 4. sæti þýsku deildarinnar eftir að hafa unnið glæsilegan 5-0 stórsigur á Werder Bremen í kvöld.

Heimamenn í Freiburg gátu unnið fjórða deildarleikinn í röð og ætlunarverkið tókst og rúmlega það.

Kiliann Sildillia skoraði magnað hjólhestaspyrnumark á 15. mínútu áður en ítalski leikmaðurinn Vincenzo Grifo bætti við öðru með frábæru skoti úr aukaspyrnu.

Andre Silva gat minnkaði muninn fyrir Bremen sex mínútum síðar er Bremen fékk vítaspyrnu en Noah Atubolu varði spyrnuna.

Í síðari hálfleiknum héldu Freiburg-menn áfram að nýta færi sín. Grifo gerði annað mark sitt á 57. mínútu og þá bætti japanski landsliðsmaðurinn Ritsu Doan við tveimur á síðasta stundarfjórðungnum.

Fjórði deildarsigur Freiburg í röð staðreynd og liðið komið upp í 4. sæti með 39 stig en Bremen í 10. sæti 30 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 22 17 4 1 65 19 +46 55
2 Leverkusen 22 13 8 1 49 27 +22 47
3 Eintracht Frankfurt 22 12 6 4 49 29 +20 42
4 Freiburg 23 12 3 8 34 36 -2 39
5 RB Leipzig 22 10 7 5 36 29 +7 37
6 Mainz 22 10 5 7 35 24 +11 35
7 Stuttgart 22 10 5 7 40 33 +7 35
8 Gladbach 22 10 4 8 35 32 +3 34
9 Wolfsburg 22 9 6 7 45 36 +9 33
10 Werder 23 8 6 9 35 47 -12 30
11 Dortmund 22 8 5 9 37 38 -1 29
12 Augsburg 22 7 7 8 24 35 -11 28
13 Union Berlin 22 6 6 10 21 29 -8 24
14 St. Pauli 22 6 3 13 18 25 -7 21
15 Hoffenheim 22 5 6 11 29 45 -16 21
16 Heidenheim 22 4 2 16 25 45 -20 14
17 Bochum 22 3 5 14 21 46 -25 14
18 Holstein Kiel 22 3 4 15 34 57 -23 13
Athugasemdir
banner
banner