Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Toppbaráttuslagur í München
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Freiburg tekur á móti Werder Bremen í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild þýska boltans í kvöld.

Freiburg getur klifrað uppfyrir RB Leipzig á stöðutöflunni og í Meistaradeildarsæti með sigri á heimavelli, á meðan Werder Bremen er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf sigur í baráttunni um Evrópusæti. Það má því búast við rafmögnuðum leik í Freiburg.

Á morgun hefjast fjórir leikir á sama tíma þar sem Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen heimsækja nýliða Holstein Kiel á meðan spútnik lið Mainz tekur á móti nýliðum St. Pauli.

Borussia Dortmund spilar lokaleik laugardagsins við Union Berlin og eru spennandi leikir á dagskrá á sunnudeginum.

RB Leipzig tekur á móti Heidenheim áður en topplið FC Bayern fær Eintracht Frankfurt í heimsókn. Frankfurt situr í þriðja sæti og gæti tekið upp á því að stríða lærisveinum Vincent Kompany.

Hoffenheim spilar við Stuttgart í síðasta leik helgarinnar.

Föstudagur
19:30 Freiburg - Werder Bremen

Laugardagur
14:30 Wolfsburg - Bochum
14:30 Mainz - St. Pauli
14:30 Gladbach - Augsburg
14:30 Holstein Kiel - Leverkusen
17:30 Dortmund - Union Berlin

Sunnudagur
14:30 RB Leipzig - Heidenheim
16:30 Bayern - Eintracht Frankfurt
18:30 Hoffenheim - Stuttgart
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 22 17 4 1 65 19 +46 55
2 Leverkusen 22 13 8 1 49 27 +22 47
3 Eintracht Frankfurt 22 12 6 4 49 29 +20 42
4 Freiburg 23 12 3 8 34 36 -2 39
5 RB Leipzig 22 10 7 5 36 29 +7 37
6 Mainz 22 10 5 7 35 24 +11 35
7 Stuttgart 22 10 5 7 40 33 +7 35
8 Gladbach 22 10 4 8 35 32 +3 34
9 Wolfsburg 22 9 6 7 45 36 +9 33
10 Werder 23 8 6 9 35 47 -12 30
11 Dortmund 22 8 5 9 37 38 -1 29
12 Augsburg 22 7 7 8 24 35 -11 28
13 Union Berlin 22 6 6 10 21 29 -8 24
14 St. Pauli 22 6 3 13 18 25 -7 21
15 Hoffenheim 22 5 6 11 29 45 -16 21
16 Heidenheim 22 4 2 16 25 45 -20 14
17 Bochum 22 3 5 14 21 46 -25 14
18 Holstein Kiel 22 3 4 15 34 57 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner