Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 21. febrúar 2025 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Tinna Mark komin í hóp starfsmanna íslenska landsliðsins
Icelandair
Tinna Mark Antonsdóttir á æfingunni í gær.
Tinna Mark Antonsdóttir á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland æfði á Stadion Letzigrund í Zurich í Sviss í gær en framundan er leikur við heimakonur í Þjóðadeild kvenna klukkan 18:00 í kvöld. TFótbolti.net mætti á æfinguna en þar mátti sjá nýtt andlit.

Það var þó ekki leikmaður heldur hefur Tinna Mark Antonsdóttir bæst í hópinn sem sjúkraþjálfari en hún hefur verið hjá Kristianstad í Svíþjóð á síðustu árum.

Þá er Edda Garðarsdóttir enn að leysa af sem styrktarþjálfari á meðan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er í barneignar leyfi.

Á síðasta ári bættist Hafsteinn Steinsson svo í hópinn en hann sér um allt skipulag í málefnum kvennalandsliðsins. Myndir af þeim þremur á æfingunni í gær eru meðfylgjandi auk fleir..i starfsmanna liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner