Það er óvíst hvort að Erling Haaland verði með Manchester City gegn Liverpool um helgina.
Haaland var ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum og hann er tæpur fyrir stórleikinn gegn Liverpool.
Haaland var ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum og hann er tæpur fyrir stórleikinn gegn Liverpool.
„Ég veit það ekki enn. Við komumst að því á morgun. Það er augljóslega betra að vera með Erling inn á vellinum," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City, við blaðamenn í dag.
John Stones er meiddur og verður ekki með. Hann gæti þurft að fara í aðgerð.
Man City hefur ekki átt sitt besta tímabil en liðið er í baráttu um Meistaradeildarsæti.
„Við getum keppt við hvaða lið sem er. Enska úrvalsdeildin er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur," sagði Guardiola.
Athugasemdir