Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 21. apríl 2021 10:40
Magnús Már Einarsson
Breytingar á leikbönnum á Íslandi - Taka gildi hádegi eftir úrskurð
Gula spjaldið fer á loft.
Gula spjaldið fer á loft.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breytingar hafa verið gerðar á leikbönnum vegna uppsafnaðra gulra spjalda á Íslandi.

Aga-og úrskurðarnefnd fundar alla þriðjudaga og hingað til hafa leikbönn vegna gulra spjalda tekið gildi föstudaginn eftir að nefndin hittist.

Leikbönnin taka nú gildi strax klukkan 12:00 á hádegi eftir að úrskurðað er um leikbann vegna gulra spjalda.

Breytingar þessar hafa ekki áhrif á gildistöku sjálfkrafa leikbanns, vegna t.d. brottvísunar í leik.

Frá KSÍ
Í grein 9.2. hefur sú breyting verið gerð að úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar í agamálum taki gildi kl. 12 á hádegi næsta dag frá birtingu þeirra nema um sjálfkrafa leikbann sé að ræða. Þarna er átt við um úrskurði nefndarinnar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Um langa hríð hefur sú regla verið í gildi að slíkir úrskurðir taki gildi á hádegi næsta föstudag frá birtingu. Því er mikilvægt veita því athygli að nú taka úrskurðir vegna uppsafnaðra gulra spalda gildi strax á hádegi næsta dag eftir að úrskurður er birtur.
ATH: Breytingar þessar hafa ekki áhrif á gildistöku sjálfkrafa leikbanns, vegna t.d. brottvísunar í leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner