Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 21. apríl 2021 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Sassuolo hafði betur gegn Milan
Leikmenn Sassuolo fagna ásamt Giacomo Raspadori
Leikmenn Sassuolo fagna ásamt Giacomo Raspadori
Mynd: EPA
Milan 1 - 2 Sassuolo
1-0 Hakan Calhanoglu ('30 )
1-1 Giacomo Raspadori ('76 )
1-2 Giacomo Raspadori ('83 )

Giacomo Raspadori var hetja Sassuolo er liðið vann Milan 2-1 í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Hakan Calhanoglu kom Milan yfir á 30. mínútu leiksins og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Giacomo Raspadori jafnaði metin á 76. mínútu og tryggði svo Sassuolo sigurinn sjö mínútum síðar.

Afar óvænt hetja gestanna en hann hafði aðeins skorað tvö mörk fyrir leikinn í kvöld.

Milan heldur öðru sæti deildarinnar í bili með 66 stig á meðan Sassuolo er í áttunda sæti með 49 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner