Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Þægilegt fyrir Val í Fjarðabyggð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL 0 - 2 Valur
0-1 Natasha Anasi ('9)
0-2 Jasmín Erla Ingadóttir ('23)

Lestu um leikinn: FHL 0 -  2 Valur

Nýliðar FHL tóku á móti stórveldi Vals í 2. umferð nýs tímabils í Bestu deild kvenna og tóku gestirnir frá Hlíðarenda forystuna snemma leiks.

Natasha Anasi skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu á níundu mínútu áður en Jasmín Erla Ingadóttir tvöfaldaði forystuna stundarfjórðungi síðar.

Valskonur voru sterkari aðilinn en FHL átti sínar rispur og féll Hope Santaniello tvisvar til jarðar innan vítateigs í fyrri hálfleik við mikil hróp úr stúkunni, en ekkert dæmt.

Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu þar sem var lítið um færi. Því meira sem tók að líða á leikinn því sterkari urðu heimakonur, sem lögðu allt í sóknina á lokamínútunum en tókst þó ekki að skora.

Lokatölur 0-2 fyrir Val sem er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. FHL hefur ekki tekist að skora mark og er án stiga.

Í næstu umferð spilar Valur heimaleik við Þór/KA á meðan FHL heimsækir FH.
Athugasemdir
banner
banner