Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. maí 2021 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni Willums spáir í fimmtu umferð Pepsi Max-deildarinnar
Arnór Borg
Arnór Borg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur á U21 æfingu í Ungverjalandi
Brynjólfur á U21 æfingu í Ungverjalandi
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Atli var með tvo rétta þegar hann spáði til um úrslit leikja í fjórðu umferð.

Nú er komið að Brynjólfi Andersen Willumssyni að spá. Binni er Bliki sem gekk í raðir Kristiansund í Noregi í vetur. Leikir umferðarinnar fara fram í kvöld og einn leikur er á morgun.

KA 1 - 2 Víkingur R (Föstudag kl 18)
Þetta verður hörkuleikur og bæði lið hafa litið mjög vel út en Danni Hafsteins og Kwame Quee skora fyrstu mörkin og þetta verður stál í stál 1-1 alveg fram að 90. min. En þá mætir Adam Páls með alvöru takta og leggur upp sigurmarkið á Luigi sem skorar og klárar þennan leik.

HK 2 - 1 ÍA (Föstudag kl 18)
Þetta verður erfiður leikur fyrir bæði lið, mikil harka og alvöru hiti en HK-ingar klárar þennan leik og Arnþór Ari skorar fyrir HK.

Breiðablik 3 - 1 Stjarnan (Föstudag kl 19:15)
Það er engin spurning að mínir menn eiga nóg inni og eru með endalust af gæðum í sínum herbúðum. Ég held að þeir muni sýna það í þessum leik, klára Stjörnuna sannfærandi og ég ætla að giska á að Thomas skori allavega eitt.

Fylkir 2 - 0 Keflavík (Föstudag kl 20)
Fylkismenn hafa verið klaufar að vera ekki búnir að ná inn sigurleik og það er ekkert annað í boði en 3 punktar fyrir þá held ég. Minn maður Arnór Borg klárar þennan leik með tvennu og Unnar Steinn lokar miðjunni og verður líkelagst á stuttermabol alveg sama hvernig viðrar.

Valur 4 - 1 Leiknir (Föstudag kl 20:15)
Valsmenn eru bara með of sterkt lið, virðast bara geta klárað leiki alveg sama hvernig þeir mæta til leiks og þetta verður mjög sannfærandi sigur hjá þeim. En Blikinn sjálfur Sævar Atli klórar í bakkan fyrir sína menn í Leikni.

FH 3 - 2 KR (Laugardag kl 16)
Þetta verður leikur sem þarf að fylgjast með, FH-ingar eru að looka þessa dagana og Águst Hlyns þar fremstur í flokki á eldi. Það er auto að hann skorar eða leggur upp í þessum leik og hendir mögulega í eitthvað skemmtilegt fagn. KR mun ekki gefa neitt eftir og Stefán Geirs mun koma FH í mikil vandræði í þessum leik.

Fyrri spámenn:
Böddi löpp - 3 réttir
Hjörvar Hafliða - 2 réttir
Kjartan Atli - 2 réttir
Jósef Kristinn - 1 réttur

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner