Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. maí 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Sonur minn hefði getað náð langt en nú er hann vaxinn eins og hamborgari"
Pedro Troglio
Pedro Troglio
Mynd: EPA
Argentínski þjálfarinn Pedro Troglio er að upplifa drauminn í Hondúras en hann fagnaði deildarmeistaratitlinum með CD Olimpia á dögunum en þetta er annar titill hans frá því hann tók við liðinu árið 2019.

Troglio átti ágætis feril sem knattspyrnumaður en hann spilaði með Lazio, Ascoli, Verona og River Plate á ferlinum auk þess sem hann lék 21 landsleik fyrir Argentínu.

Hann fór í þjálfun eftir ferilinn og hefur að mestu þjálfað í heimalandinu en tók að sér metnaðarfullt verkefni í Hondúras er hann samdi við Olimpia fyrir tveimur árum.

Það er mikill agi hjá Troglio en hann er þó ósáttur með soninn sem hefði getað náð langt í íþróttinni og ákvað því að skjóta aðeins á hann í viðtali.

„Sonur minn er helvíti góður í fótbolta en hann hefur verið kærulaus í lífinu. Hann hefði getað náð langt í boltanum ef hann hefði viljað en í staðinn er hann núna vaxinn eins og hamborgari," sagði Troglio.

Gian, sonur hans, var fljótur að svara honum á Twitter og grenjaði úr hlátri yfir þessu viðtali föður síns. Hann birti meðal annars færslu af fjölskyldumáltíð frá McDonald's og skrifaði undir:

„Við getum öll verið sammála um að þetta er betra en að spila til úrslita á HM."


Athugasemdir
banner
banner
banner