Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 21. maí 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Þetta var nú bara eiginlega engin fótboltaleikur
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra var á hraðferð eftir 1-1 jafntefli Vestra gegn Þrótti Vogum á Vodaídýfuvellinum í Vogum í dag en gestirnir frá Ísafirði voru á leið beint í flug aftur vestur á Ísafjörð að leik loknum.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

„Þetta var nú bara eiginlega engin fótboltaleikur. Þetta var bara kýlingar fram og barátta og það var alveg sama hvar boltinn var á vellinum hjá þeim það var bara neglt fram. En það er bara eins og það er. Þetta er bara Þróttur Vogum, sérstaklega á heimavelli og vegna þess að þeir hafa tapað fyrstum tveimur leikjunum og þeir vildu bara setja baráttuna í gang til að fá eitthvað út úr þessum leik en við bara mættum ekki í þessa baráttu og vorum ekki tilbúnir að fara í þennan slag. “ Sagði Gunnar um sín fyrstu viðbrögð eftir leikinn.

Framundan hjá Vestra er fyrsti heimaleikur sumarsins en liðið tekur á móti Þór um næstu helgi. Í millitíðinni eiga þeir þó bikarleik gegn Aftureldingu sem einnig fer fram á Ísafirði. Er Gunnar spenntur að geta loks spilað fyrir framan heimamenn þar?

„Það er bara geggjað að fólkið okkar fari að sjá okkur inn æa vellinum og ég vona það að okkar menn séu meira klárir í það heldur en þeir voru í þessum leik því að í þessari deild, ef þú getur ekki barist þá verður þú svolítið á eftir “
Athugasemdir
banner