Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 21. maí 2024 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
8-liða úrslit kvenna: Slógu út meistarana og mæta Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Dregið var í 8-liða úrslitin í Mjólkurbikar kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Sex Bestu-deildarlið og tvö Lengjudeildarlið voru í pottinum.

Lengjudeildarlið Aftureldingar, sem sló út ríkjandi meistarana í Víkingi, fær heimaleik gegn Þrótti í 8-liða úrslitunum.

Íslandsmeistar Vals mæta hinu Lengjudeildarliðinu, Grindavík, í 8-liða úrslitunum. Leikirnir fara fram dagana 11. og 12. júní.

8-liða úrslitin:
Breiðablik - Keflavík
Afturelding - Þróttur R.
Grindavík - Valur
FH - Þór/KA


Athugasemdir
banner