Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 21. júní 2022 21:42
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Fólk mun tala um að Eistland séu lélegir í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var að vonum himinlifandi með 6-1 sigur sinna manna gegn eistnesku meisturunum í Levadia Tallin í Víkinni í kvöld. Sigurinn tryggði Víkingum í úrslitaleik gegn Inter Escaldes, landsmeisturnum frá Andorra en sá leikur fer fram næstkomandi föstudag í Víkinni.

Þetta var jafnframt fyrsti sigur Víkings í Evrópukeppni.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

„Mér fannst við eiga stórkostlegan fyrri hálfleik sem lagði grunninn á þessum sigri. Það var svakalega mikið orkustig og hvernig við pressuðum og hvernig við tókumst á við þá áskorun að spila þannig séð nýtt kerfi og láta ekki höggið í byrjun leiks slá okkur af laginu. Þetta var hrikalega heilsteypt frammistaða í fyrri hálfleik sem skóp þennan sigur," sagði Arnar Gunnlaugsson sem sagðist hafa séð það í upphitun í hvað stefndi. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir í byrjun leiks hafi það ekki haft áhrif á liðið.

„Maður sér það stundum í upphitun og maður fær tilfinningu fyrir leiknum. Það var svo mikið orkustig og fókus í liðinu. Þeir áttu erfitt með að klukka okkur og við fundum alltaf lausnir og við áttum þvílíkt orkustig til að pressa þá hátt upp á vellinum," sagði Arnar og hélt áfram.

„Ég veit að fólk mun tala um að Eistland séu lélegir í fótbolta. Ég minni enn og aftur á að þeir eru meistarar í Eistlandi og liðið í 2.sæti var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ég vil frekar að við og fólk horfi frekar á hversu góðir við vorum í stað þess að tala um hversu lélegir þeir voru."

Arnar bendir á að árangur íslenskra liða hafi ekki verið upp á marga fiska í Evrópukeppninni undanfarin ár en vonast til að það breytist með breyttu hugarfari.

„Við höfum verið of litlir í okkur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Breiðablik sýndi mjög góða leið í fyrra með því að nálgast þessa leiki eins og á að gera það. Bæði við og Breiðablik erum í góðu formi og þú getur spilað svona leik í Evrópu. Ég er ekki að segja að við gætum gert það sama gegn Manchester City. En á móti svona liðum þá getum við haft hátt orkustig og spilað okkar leik og við verðum að halda því áfram, á föstudaginn."

Sigurvegarnir úr leiknum á föstudaginn fara í forkeppni Meistaradeildarinnar og mæta þar sænska stórliðinu, Malmö.
Ítarlegra viðtal við Arnar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir