Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 21. júní 2022 21:42
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Fólk mun tala um að Eistland séu lélegir í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var að vonum himinlifandi með 6-1 sigur sinna manna gegn eistnesku meisturunum í Levadia Tallin í Víkinni í kvöld. Sigurinn tryggði Víkingum í úrslitaleik gegn Inter Escaldes, landsmeisturnum frá Andorra en sá leikur fer fram næstkomandi föstudag í Víkinni.

Þetta var jafnframt fyrsti sigur Víkings í Evrópukeppni.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

„Mér fannst við eiga stórkostlegan fyrri hálfleik sem lagði grunninn á þessum sigri. Það var svakalega mikið orkustig og hvernig við pressuðum og hvernig við tókumst á við þá áskorun að spila þannig séð nýtt kerfi og láta ekki höggið í byrjun leiks slá okkur af laginu. Þetta var hrikalega heilsteypt frammistaða í fyrri hálfleik sem skóp þennan sigur," sagði Arnar Gunnlaugsson sem sagðist hafa séð það í upphitun í hvað stefndi. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir í byrjun leiks hafi það ekki haft áhrif á liðið.

„Maður sér það stundum í upphitun og maður fær tilfinningu fyrir leiknum. Það var svo mikið orkustig og fókus í liðinu. Þeir áttu erfitt með að klukka okkur og við fundum alltaf lausnir og við áttum þvílíkt orkustig til að pressa þá hátt upp á vellinum," sagði Arnar og hélt áfram.

„Ég veit að fólk mun tala um að Eistland séu lélegir í fótbolta. Ég minni enn og aftur á að þeir eru meistarar í Eistlandi og liðið í 2.sæti var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ég vil frekar að við og fólk horfi frekar á hversu góðir við vorum í stað þess að tala um hversu lélegir þeir voru."

Arnar bendir á að árangur íslenskra liða hafi ekki verið upp á marga fiska í Evrópukeppninni undanfarin ár en vonast til að það breytist með breyttu hugarfari.

„Við höfum verið of litlir í okkur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Breiðablik sýndi mjög góða leið í fyrra með því að nálgast þessa leiki eins og á að gera það. Bæði við og Breiðablik erum í góðu formi og þú getur spilað svona leik í Evrópu. Ég er ekki að segja að við gætum gert það sama gegn Manchester City. En á móti svona liðum þá getum við haft hátt orkustig og spilað okkar leik og við verðum að halda því áfram, á föstudaginn."

Sigurvegarnir úr leiknum á föstudaginn fara í forkeppni Meistaradeildarinnar og mæta þar sænska stórliðinu, Malmö.
Ítarlegra viðtal við Arnar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner