Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júlí 2019 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea samþykkir sex ára samning
Powerade
Verður launahæsti markvörður í heimi.
Verður launahæsti markvörður í heimi.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur áhuga á Moise Kean.
Arsenal hefur áhuga á Moise Kean.
Mynd: Getty Images
Clyne gæti verið á leiðinni aftur til Crystal Palace.
Clyne gæti verið á leiðinni aftur til Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Fáið ykkur sæti, jafnvel einn kaffibolla eða eitthvað annað. Það er komið að slúðri dagsins.

Steve Bruce, þjálfari Newcastle, er að íhuga að fá sóknarmanninn Andy Carroll (30) aftur til félagsins. Carroll er félagslaus eftir að samningur hans við West Ham rann út. (Sun on Sunday)

Vincent Janssen (25), sóknarmaður Tottenham, er á leið til Monterrey í Mexíkó. (Football London)

David de Gea (28) er búinn að samþykkja nýjan sex ára samning við Manchester United sem gerir hann að launahæsta markverði í heimi. (Sunday Telegraph)

Manchester City virðist vera að vinna kapphlaupið um Thiago Almada (18) sem leikur með Velez í heimalandi sínu, Argentínu. City er að íhuga 16 milljón punda boð í hann. (Sun on Sunday)

Manchester United er komið langt í viðræðum við Lille um kaup á kantmanninum Nicolas Pepe (24) fyrir 70 milljónir punda. Arsenal, Everton og Liverpool hafa líka sýnt honum áhuga. (Sunday Times)

Arsenal hefur áhuga á Moise Kean (19) sóknarmanni Juventus og hafa sett sig í samband við umboðsmann hans. (Mail on Sunday)

Kantmaðurinn Alex Iwobi (23) segir að það sé möguleiki á að hann fari frá Arsenal ef Wilfried Zaha (26) kemur frá Crystal Palace. (Sun on Sunday)

Watford er að reyna að kaupa framherjann Ismaila Sarr (21) frá Rennes í Frakklandi. (Sky Sports)

Newcastle hefur áhuga á Dwight McNeill (19), kantmanni Burnley sem metinn er á 30 milljónir punda. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, er aðeins tilbúinn að bjóða 15 milljónir punda í hann. (Sun on Sunday)

Aston Villa er að kaupa miðjumanninn Trezeguet (24) Kasimpasa í Tyrklandi fyrir 8,75 milljónir punda. (Sunday Telegraph)

Crystal Palace hefur rætt við Liverpool um bakvörðinn Nathaniel Clyne (28). Palace vill fá Clyne til að leysa Aaron Wan Bissaka, sem fór til Manchester United, af hólmi. (Mail on Sunday)

Miðvörðurinn William Saliba (18) fer í læknisskoðun hjá Arsenal á þriðjudag. Hann er að ganga í raðir félagsins frá St. Etienne í Frakklandi fyrir 28 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Tottenham þarf að borga 67 milljónir punda til að fá miðjumanninn Giovani lo Celso (23) frá Real Betis í sumar. (Evening Standard)

Sheffield United og Aston Villa hafa áhuga á Neal Maupay (22), sóknarmanni Brentford. (Sun on Sunday)

Tottenham er að vinna baráttu við Inter og Borussia Dortmund um Ryan Sessegnon (19), leikmann Fulham. Tottenham vill fá hann til að fylla skarð Danny Rose (29) sem er á förum og hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain. (Sunday Express)

Tottenham hefur boðið Barcelona að kaupa Rose. (Sport)

Juventus hefur líka áhuga á bakverðinum reynda. (Sunday Mirror)

Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga á miðjumanni Everton, Idrissa Gueye (29). PSG hefur lagt fram 30 milljón punda tilboð í hann. (Sunday Express)

Kieran Tierney (22), bakvörður Celtic, er búinn að ná persónulegu samkomulagi við Arsenal. (Football Insider)

Búið er að bjóða West Ham að kaupa Aaron Long (26), miðvörð New York Red Bulls í MLS-deildinni. Hann mun kosta 4 milljónir punda. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner