Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júlí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Rakel á leið í aðgerð og verður frá út árið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Vals, er á leið í aðgerð í ágúst og verður ekki meira með á þessari leiktíð. Rakel, eins og hún er oftast kölluð, meiddist fyrir mót en spilaði fyrstu tvo leikina í deildinni með Val.

Síðan hefur Rakel ekkert komið við sögu vegna mjaðmameiðsla sem eru enn að hrjá hana.

Hún staðfesti við Fótbolta.net að hún væri á leið í aðgerð og yrði frá í 4-6 mánuði eftir hana.

Rakel gekk í raðir Vals frá sænska liðinu Uppsala eftir síðasta tímabil. Hún er uppalin í KA og lék með Þór/KA þar til hún hélt til Svíþjóðar eftir tímabilið 2018. Hún lék með Linköping árið 2019 og Uppsala 2020.

Hún á að baki sjö A-landsleiki og kom sá síðasti í mars í fyrra. Rakel verður 23 ára eftir rúman mánuð.
Athugasemdir
banner
banner