Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júlí 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu hasarinn í Grikklandi: Tvö rauð fyrir hættuspörk
Mynd: Getty Images
Ögmundur Kristinsson sat á bekknum og fylgdist með sínum mönnum í Olympiakos leggja Neftci Baku að velli í hörkuleik í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Olympiakos tók forystuna þegar Mady Camara skoraði í fyrri hálfleik en hann lét svo reka sig af velli tæpum stundarfjórðungi síðar fyrir merkilegt hættuspark.

Camara var þá búinn að bakka í vörn og ætlaði að hreinsa í burtu með bakfallsspyrnu en í stað þess að hitta knöttinn sparkaði hann beint í andlitið á andstæðingi sínum. Stórhættulegt og verðskuldað rautt spjald.

Í síðari hálfleik var komið að Mert Celik. Hann var í varnarlínunni þegar leikmaður Olympiakos virtist vera að sleppa í gegn. Celik reyndi að sparka í knöttinn en sóknarmaðurinn var á undan og aftur var hættuspark beint í andlitið og verðskuldað rautt spjald.

Atvikin skrautlegu má sjá hér fyrir neðan, en það er ekki oft sem tveir leikmenn fá beint rautt spjald fyrir hættuspark í sama leiknum.

Fyrra sparkið
Seinna sparkið
Athugasemdir
banner
banner
banner