Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 21. júlí 2024 16:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Árbær upp fyrir Víði eftir frábæran sigur í Garðinum
Árbæingar leika í glæsilegum búningum
Árbæingar leika í glæsilegum búningum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víðir 1 - 2 Árbær
0-1 Aron Breki Aronsson ('6 )
1-1 Markús Máni Jónsson ('56 )
1-2 Djordje Panic ('80 )
Lestu um leikinn


Það var spennandi leikur í Garðinum í dag þegar heimamenn í Víði fengu Árbæ í heimsókn í 3. deild. Fyrir leikinn var Víðir í 2. sæti, tveimur stigum á undan Árbæ.

Það var vindasamt í Garðinum en það var Árbæingum í hag snemma leiks þegar Aron Breki Aronsson kom liðinu yfir með marki beint úr aukaspyrnu af löngu færi.

Markús Máni Jónsson jafnaði metin fyrir Víði eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann komst einn í gegn en þurfti tvær tilraunir þar sem Bartosz Matoga markvörður Árbæjar varði fyrra skotið.

Djordje Panic tryggði Árbæ stigin þrjú eftir þunga sókn. Liðið stökk því upp í 2. sætið og er stigi á undan Víði og fjórum stigum á eftir toppliði Kára sem vann Elliða fyrr í dag.

Víðir 1 - 2 Árbær
0-1 Aron Breki Aronsson ('6 )
1-1 Markús Máni Jónsson ('56 )
1-2 Djordje Panic ('80 )
Lestu um leikinn

Elliði 0 - 3 Kári
0-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('45 )
0-2 Oskar Wasilewski ('59 )
0-3 Axel Freyr Ívarsson ('90 )


3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 22 14 5 3 63 - 25 +38 47
2.    Víðir 22 13 6 3 54 - 25 +29 45
3.    Árbær 22 14 3 5 47 - 32 +15 45
4.    Augnablik 22 12 4 6 46 - 30 +16 40
5.    Magni 22 9 6 7 35 - 38 -3 33
6.    Hvíti riddarinn 22 8 2 12 45 - 49 -4 26
7.    ÍH 22 7 4 11 61 - 63 -2 25
8.    KV 22 8 1 13 36 - 50 -14 25
9.    KFK 22 8 1 13 39 - 59 -20 25
10.    Sindri 22 7 3 12 40 - 49 -9 24
11.    Elliði 22 7 2 13 32 - 54 -22 23
12.    Vængir Júpiters 22 5 3 14 37 - 61 -24 18
Athugasemdir
banner
banner