Stjörnumenn tóku á móti Fylki á Samsungvellinum í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri hluta töflunnar. Það var þolinmæðisverk en Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Fylkir
„Góður sigur og við þurftum að vera þolinmóðir í dag. Þeir lágu mjög neðarlega og við þurftum að hreyfa þá og færin komu í endan og við nýttum þau." Sagði Helgi Fróði Ingason eftir leikinn í kvöld en hann skoraði annað mark Stjörnunnar sem endanlega tryggði sigurinn.
Sigurin í kvöld var mikið þolinmæðisverk fyrir Stjörnumenn en þeir áttu þó ása uppi í erminni í leikmönnum eins og Emil Atlasyni sem komu inn og breyttu leiknum.
„Hann er nátturlega frábær striker og langbesti í deildinni. Við gátum krossað og hann gefur okkur aðra dýnamík inn í liðið."
Það er stutt á milli leikja hjá Stjörnunni og finnst Helga Fróða það lang skemmtilegast.
„Jú það er lang skemmtilegast. Keppa, æfing, keppa það er lang skemmtilegast."
Helgi Fróði skoraði annað mark Stjörnunnar sem tryggði sigurinn í kvöld.
„Það var mjög sætt. Ég verð að vera duglegri að setja hann og það var mjög sætt að sjá hann inni."
Nánar er rætt við Helga Fróða Ingason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |