Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Pálmi Rafn valdi 14 ára son sinn í hóp KR gegn Breiðabliki
Sonur Pálma er á bekknum
Sonur Pálma er á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það ráku eflaust einhverjir upp stór augu þegar þeir sáu að hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason væri í leikmannahópi KR gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

Alexander er fæddur árið 2010 og því á eldra ári í 4. flokki en hann kom til KR frá Gróttu fyrir tveimur árum. Sumarið 2019 var hann meðal annars valinn í úrvalslið Orkumótsins í Vestmannaeyjum.

Í sumar hefur hann spilað fyrir þrjá flokka í KR og óvænt valinn í leikmannahóp meistaraflokks gegn Breiðabliki í kvöld.

Alexander er sonur Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara KR, en Pálmi mun stýra liðinu út þetta tímabil.

Pálmi tók við KR-ingum eftir að Gregg Ryder var látinn taka poka sinn en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok maí.

Jón Arnar Sigurðsson er yngsti leikmaður til að spila fyrir KR er hann kom inn á í 4-0 sigri á ÍBV fyrir tveimur árum. Þá var hann 15 ára og 96 daga gamall, en Alexander myndi slá það met nokkuð örugglega ef hann kemur við sögu í kvöld.

Breiðablik er 2-0 yfir þegar lítið er eftir af fyrri hálfleiknum en Blikar fara upp í annað sætið ef þeim tekst að vinna KR-inga og verða þá aðeins þremur stigum á eftir toppliði Víkings.
Athugasemdir
banner