Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Slæm tíðindi fyrir Bolton - Knattspyrnustjórinn hættur
Phil Parkinson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu
Phil Parkinson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu
Mynd: Getty Images
Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers í ensku C-deildinni, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur fram á Bolton News í dag.

Parkinson tók við Bolton fyrir þremur árum síðan er liðið var í ensku C-deildinni en hann kom liðinu upp þrátt fyrir að fá ekki að kaupa leikmenn vegna fjárhagsvandamála félagsins.

Hann hélt liðinu upp í B-deildinni á fyrsta tímabili sínu þar og enn og aftur eyddi hann engum pening í að kaupa leikmenn en á síðasta tímabili var hins vegar sagan önnur.

Félagið átti í erfiðleikum með að greiða leikmönnum sem fóru í verkfall og féll liðið rakleiðis niður í C-deildina. Liðið hefur leikið þrjá leiki þar á þessu tímabili, tapað tveimur og gert eitt jafntefli.

Í síðustu umferð tapaði liðið 5-0 en aðeins þrír leikmenn á meistaraflokksaldri hafa verið að spila með félaginu en megnið er úr unglingaliði Bolton.

Félagið vonast til að geta kynnt nýja eigendur á næstu vikum en Bolton bað um að fresta næsta leik liðsins gegn Doncaster Rovers þar sem það vill ekki setja of aukið álag á ungu leikmennina í liðinu.

Parkinson er nú búinn að skila inn uppsagnarbréfi ásamt aðstoðarmanni sínum en Jimmy Phillips mun stýra liðinu á meðan félagið finnur nýjan mann inn.

Bolton er í 23. sæti C-deildarinnar með -11 stig en það voru dregin af liðinu 12 stig eftir að það fór í greiðslustöðvun.


Athugasemdir
banner
banner
banner