banner
   mið 21. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Di María fékk tveggja leikja bann - Mourinho ekki með á móti Inter
Angel Di María verður ekki með Juventus í næstu tveimur leikjum
Angel Di María verður ekki með Juventus í næstu tveimur leikjum
Mynd: EPA
Argentínski kantmaðurinn Angel Di María var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í 1-0 tapi Juventus gegn nýliðum Monza um helgina.

Di María gaf Armando Izzo, varnarmanni Monza, olnbogaskot um helgina og var rekinn af velli umsvifalaust.

Hann fékk svo tveggja leikja bann fyrir athæfi sitt og mun því missa af leikjunum gegn Bologna og Milan.

Jose Mourinho, þjálfari Roma, verður þá ekki á hliðarlínunni gegn sínum gömlu félögum í Inter eftir að hann fékk eins leiks bann eftir að hafa verið rekinn upp í stúku í leik liðsins við Atalanta.

Mourinho var æfur yfir því að Roma hafi ekki fengið vítaspyrnu í síðari hálfleiknum og mótmælti því harðlega sem varð til þess að hann var rekinn upp í stúku. Hann hefur nú fengið eins leiks bann og fær því ekki að stýra liðinu gegn Inter í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner