Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er efnilegur sóknarmaður sem á íslenskan föður og danska móður. Hún á marga leiki að baki í yngri flokkum hér á landi með Breiðabliki, Stjörnunni og Val. Hún lék þá einn leik með Augnabliki í Lengjudeildinni sumarið 2020 þegar hún var 15 ára.
Emílía hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en er ekki með neina skráða yngri landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún á hins vegar landsleiki að baki marga leiki fyrir yngri landslið Danmerkur og þónokkur mörk.
Hún er á mála hjá Nordsjælland í Danmörku og hefur farið vel af stað á tímabilinu en hún er búin að skora fjögur mörk í fjórum deildarleikjum.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í Emilíu á fréttamannafundi í dag og hvort að hann væri búinn að ræða við hana. Það virðist vanta markaskorara í landsliðið þessa stundina.
„Hvað á ég að segja? Mér finnst reyndar skrítið að spyrja þessarar spurningar á þessum blaðamannafundi en allt í lagi," sagði Þorsteinn og sagði svo:
„Ég er búinn að ræða við hana, já."
Ísland er einmitt í riðli með Danmörku í Þjóðadeildinni sem hefst annað kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Wales á Laugardalsvelli. Allir á völlinn!
Athugasemdir



