Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 21. október 2019 18:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tilkynnt um 20 tilnefningar af 30 fyrir Ballon d'OR - Lloris óvænt á lista
Hugo Lloris
Hugo Lloris
Mynd: Getty Images
Dusan Tadic
Dusan Tadic
Mynd: Getty Images
Goal.com og Squawka sögðu í dag frá tuttugu leikmönnum sem berjast um nafnbótina besti leikmaður heims en barist er um verðlaunin Ballon d'Or.

Ekki hefur verið sagt frá hverjir síðustu tíu eru en alls á að sigta út þrjátíu leikmenn sem koma til greina. Á meðal fyrstu tuttugu leikmannanna vantar leikmenn á borð fyrir Lionel Messi og Mo Salah sem ætla má að fylgi með þegar listinn er birtur í heild sinni. FIFA er sagt ætla birta síðustu tíu leikmennina seinna í kvöld.

Það sem vekur mesta athygli er að Hugo Lloris er á lista en hann hefur átt upp og ofan tíma með Tottenham og fær reglulega mikla gagnrýni fyrir sínar frammistöður. Þá er áhugavert að sjá Dusan Tadic á lista en ekki margir sáu fyrir jafnmikla velgengni og raun hefur orðið á hans ferli eftir að hann söðlaði um og gekk í raðir Ajax frá Southampton.

Fyrstu 20 sem hafa verið tilkynntir:
Virgil van Dijk | Liverpool | Holland
Bernardo Silva | Manchester City | Portúgal
Heung-min Son | Tottenham | Suður-Kórea
Robert Lewandowski | Bayern Munchen | Pólland
Roberto Firmino | Liverpool | Brasilía

Cristiano Ronaldo | Juventus | Portúgal
Alisson Becker | Liverpool | Brasilía
Matthijs de Ligt | Juventus | Holland
Karim Benzema | Real Madrid | Frakkland
Georginio Wijnaldum | Liverpool | Holland
Kylian Mbappe | PSG | Frakkland
Trent Alexander-Arnold | Liverpool | England
Donny van de Beek | Ajax | Holland
Pierre-Emerick Aubameyang | Arsenal | Gabon
Marc-Andre ter Stegen | Barcelona | Þýskaland
Dusan Tadic | Ajax | Serbía
Hugo Lloris | Tottenham | Frakkland
Frenkie de Jong | Barcelona | Holland
Sergio Aguero | Manchester City | Argentína
Sadio Mane | Liverpool | Senegal

Athugasemdir
banner
banner
banner