Lárus Orri Sigurðsson sneri aftur í meistaraflokksþjálfun í júní eftir að hafa síðast þjálfað sumarið 2018 þegar hann var hjá Þór. Lárus tók við ÍA og tókst að halda liðinu uppi í Bestu deildinni.
Síðustu ár, og í byrjun þessa tímabils, var Lárus einn af sérfræðingum SÝN í kringum Bestu deildinni. Hann hefur einnig starfað sem sérfræðingur í kringum leiki karlalandsliðsins.
Þjálfarinn ræddi við Fótbolta.net í gær en ÍA tryggði sér öruggt sæti í Bestu deildinni daginn áður.
Síðustu ár, og í byrjun þessa tímabils, var Lárus einn af sérfræðingum SÝN í kringum Bestu deildinni. Hann hefur einnig starfað sem sérfræðingur í kringum leiki karlalandsliðsins.
Þjálfarinn ræddi við Fótbolta.net í gær en ÍA tryggði sér öruggt sæti í Bestu deildinni daginn áður.
Hvernig hefur þér fundist að þjálfa?
„Þetta er búið að vera mjög gaman. Ég er búinn að komast að því hversu ógeðslega auðvelt það er að vinna í sjónvarpinu og fjalla um fótbolta, það er algjört „piece of cake"," segir Lárus Orri á léttu nótunum.
„Þjálfarahlutverkið er mjög krefjandi, en ógeðslega gaman."
„Það er gaman að vinna í svona umhverfi eins og er uppi á Skaga, þetta er orðið mjög fagmannlegt og spennandi stefna. Hjá okkur eru ungir strákar, fullt af ungum strákum að spila, hellingur af ungum strákum í kringum meistaraflokkinn. Mjög spennandi það sem er verið að gera á Skaganum."
Fylgist mjög vel með umræðunni
Þú sem þjálfari, fylgistu vel með umræðunni?
„Ég geri það hiklaust. Þegar ég var að vinna í sjónvarpinu fylgdist ég mjög vel með allri umræðu, núna hef ég ekki tíma að fylgjast með allri umræðu, en fylgist með umræðunni um mitt lið. Þú veist hvernig þessi heimur er, menn hafa alls konar skoðanir og allir hafa rétt á þeim, enginn einn sannleikur í fótbolta."
„Mér finnst það vera skylda mín að fylgjast með hvernig fjallað er um liðið mitt því ég veit að leikmennirnir gera það. Ef það er eitthvað sem ég þarf að bregðast við, þá geri ég það," segir Lárus.
Athugasemdir