Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 21. nóvember 2020 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök
Pep Guardiola og hans menn í City hafa byrjað erfiðlega
Pep Guardiola og hans menn í City hafa byrjað erfiðlega
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var eins og gefur að skilja ósáttur með 2-0 tapið gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man City stýrði spilinu í leiknum en átti afar erfitt með að nýta sér síðasta þriðjunginn á vellinum og opna vörn Tottenham sem fjölmennti í vörn eftir fyrsta markið.

City er aðeins með 12 stig og situr í 10. sæti deildarinnar og þá átta stigum á eftir toppliði Tottenham.

„Þetta gæti verið betra. Við spiluðum svipað og við höfum verið að gera á þessu tímabili. Við vörðumst ekki vel í fyrra markinu og andstæðingurinn færði sig aftar á völlinn og voru með sex í vörn og það er alls ekki auðvelt," sagði Guardiola.

„Við fengum fín færi en við gátum ekki skorað. Þeir áttu tvö eða þrjú færi í skyndisóknunum og við töpuðum leiknum. Við vissum fyrir leikinn að við gætum ekki gefið þeim fyrsta markið. Við áttum fleiri færi en töpuðum. Liðin hans Mourinho eru svona og ef maður gerist mistök þá er manni refsað í skyndisóknunum," sagði hannennfremur.
Athugasemdir
banner
banner