Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 21. nóvember 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skildi ekki hvað boltastráknum gekk til
Kvenaboltinn
Það átti sér stað furðulegt atvik í leik Manchester City og Aston Villa í úrvalsdeild kvenna á Englandi í gær.

Undir lok fyrri hálfleiksins ákvað boltastrákur á vellinum að tefja leikinn þegar hann neitaði að gefa markverði Villa, Hönnuh Hampton, boltann.

Hampton var furðulostin og skildi ekkert hvað boltastrákurinn var að gera. Hún fékk að lokum boltann eftir að dómarinn rak á eftir stráknum.

Í grein SportBible um málið er því kastað upp að strákurinn hafi mögulega verið beðinn um að tefja; hann hafi horft í átt að varamannaskýli City og því kannski fengið leiðbeiningar um að tefja leikinn.

Það er vægast sagt furðulegt ef satt er því City endaði á að vinna leikinn 5-0 eftir að staðan var markalaus í hálfleik.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu furðulega atviki.


Athugasemdir