
England er 3-0 yfir gegn Íran en þannig var staðan í hálfleik. Mörkin þrjú er hægt að sjá hér að neðan.
Jude Bellingham kom enska liðinu yfir með sínu fyrsta marki á stórmóti. Þessi 19 ára gamli leikmaður skoraði með góðum skalla eftir laglega sendingu frá Luke Shaw.
Hann er næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir England á HM. Sá yngsti var Michael Owen.
Næst yngsti leikmaðurinn í enska hópnum - Bukayo Saka - skoraði svo annað markið en það var stórglæsilegt. Raheem Sterling gerði svo þriðja markið.
England er afar sannfærandi gegn íranska liðinu.
England-Íran. 3-0 í hálfleik. Bellingham, Saka og Sterling með mörkin. pic.twitter.com/BAe0nLf8tB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022
Jude Bellingham is the first player younger than GTA: Vice City to score a World Cup goal
— Duncan Alexander (@oilysailor) November 21, 2022
Athugasemdir