Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 21. desember 2016 14:42
Elvar Geir Magnússon
Halldór Orri: FH eina félagið sem ég vildi heyra í
Halldór Orri mættir í FH-treyjuna.
Halldór Orri mættir í FH-treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Ég hef fulla trú á því að ég muni ná upp mínu gamla formi og styrk með FH," segir Halldór Orri Björnsson sem í dag gekk í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni.

Leiðir Halldórs og Stjörnunnar skildu óvænt og við tók hröð atburðarás.

„Stjarnan hafði samband við mig í desember og tilkynnti mér að við þyrftum að ná samkomulagi um nýjan samning ef samstarfið ætti að halda áfram. Stjarnan nýtti sér uppsagnarákvæði og svo kom í ljós að það voru ekki forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi,"

„Ég og umboðsmaðurinn minn höfðum samband við FH í gær og þeir sýndu gríðarlegan áhuga á að fá mig. Við kláruðum þetta í gærkvöldi og ég er ánægður með niðurstöðuna. FH var eina félagið sem ég vildi heyra í."

Þrátt fyrir að vera besta lið landsins í sumar var sóknarleikur FH gagnrýndur, liðið þótti ekki leika eins skemmtilega og það hefur oft gert. Getur Halldór hjálpað til við að breyta því?

„Ég ætla að vona það. FH hefur frábært lið fyrir og það er gríðarlega mikil samkeppni."

Stuðningsmenn Stjörnunnar eru margir hverjir svekktir yfir því að missa gegnheilan Stjörnumann til keppinauta í deildinni.

„Það er örugglega ekki mikið ánægjuefni fyrir þá en svona hlutir gerast í þessum blessaða fótbolta. Ég vil nýta tækifærið og þakka fyrir tíma minn í Stjörnunni," segir Halldór en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner