Barcelona er búið að skrá miðjumanninn Nico Gonzalez í aðalliðshóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins.
                
                
                                    Þetta staðfesti spænska félagið í gær en Gonzalez hefur óvænt spilað nokkuð stóra rullu fyrir liðið á leiktíðinni.
Um er að ræða tvítugan Spánverja sem lék sinn fyrsta aðalliðsleik á þessu tímabili - hann var áður í B-liði Börsunga.
Gonzalez hefur spilað 17 deildarleiki fyrir Barcelona á tímabilinu en hann mátti spila án þess að vera skráður þar sem hann er yngri en 21 árs.
Barcelona ætlar leikmanninum augljóslega stærra hlutverk en í byrjun veturs og mun hann klæðast treyju númer 14 samkvæmt spænskum miðlum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                        
        
         
                
