Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2023 15:49
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki Aðalsteins farinn frá Leikni (Staðfest)
Bjarki Aðalsteinsson er farinn frá Leikni
Bjarki Aðalsteinsson er farinn frá Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Bjarki Aðalsteinsson er farinn frá Leikni eftir að hafa spilað fyrir félagið í sex ár. Þetta staðfestu Leiknismenn í gær.

Bjarki, sem er 31 árs, kom til Leiknis frá Selfossi í byrjun árs 2017 en síðan þá hefur hann spilað 127 leiki í deild- og bikar og gert tvö mörk en hann var lykilmaður er liðið kom sér upp í efstu deild fyrir þremur árum.

Leiknismenn féllu úr Bestu-deildinni eftir síðasta tímabil og munu því spila í Lengjudeildini í sumar en Bjarki mun ekki taka slaginn með liðinu.

Samningur hans við Leikni rann út um áramótin og hefur félagið nú staðfest að hann verði ekki áfram á næsta tímabili. Bjarki hefur verið orðaður við Keflavík.

Bjarki ólst upp í Breiðabliki en hann hefur einnig spilað fyrir Augnablik, Þór, Reyni Sandgerði og Selfoss á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner