Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hefur gengið frá nýjum samningi við írska markvörðinn Keelan Terrell út komandi tímabil. Austfjarðaliðið leikur í Bestu deildinni í sumar.
„Keelan er einstakur karakter og frábær liðsfélagi og stóð sig vel í markinu síðasta sumar," segir í tilkynningu FHL.
„Keelan er einstakur karakter og frábær liðsfélagi og stóð sig vel í markinu síðasta sumar," segir í tilkynningu FHL.
Terrell lék alla 18 leiki FHL í Lengjudeildinni í fyrra en liðið vann deildina.
„Ég er mjög spennt fyrir því að taka annað tímabil með FHL. Það var ótrúleg lífsreynsla að lifa fyrir austan. Þetta er besti hluti landsins og þarna býr frábært fólk," segir Keelan Terrell.
Hún segist telja að FHL muni læra og styrkjast í Bestu deildinni, framundan sé frábær áskorun sem liðið sé tilbúið í.
Athugasemdir