Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
Grasrótin - 13. Umferð, "Þrotur" Vogum sofna í gasmengun
Leiðin úr Lengjunni: Amin Cosic kveður með stæl og deildin tekur á sig mynd
Turnar Segja Sögur: Dómari, skipting
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
   sun 22. febrúar 2015 08:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Þórir Hákonar: Ég mun fara á EM
Þórir Hákonarson lætur af störfum um næstu mánaðamót.
Þórir Hákonarson lætur af störfum um næstu mánaðamót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, tilkynnti í liðinni viku að hann hefur ákveðið að láta af störfum. Þórir kom í heimsókn í útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu í gær.

„Það var seinni hluta síðasta árs sem ég fór að hugsa út í að skipta um starfsvettvang. Staðan er góð á allflestum vígstöðvum í hreyfingunni og þá held ég að það sé málið að hleypa nýju fólki að sem er með enn meiri ástríðu fyrir þessu starfi," segir Þórir.

„Ég sé ekki eftir einni einustu mínútu sem ég hef verið í þessu starfi. Þetta er mjög erilsamt og lifandi starf. Ég held að það sé bara ágætt að breyta til eftir átta ár í þessu starfi. Það þurfa endrum og sinnum að blása ferskir vindar."

„Ég lít þannig á að ég skili góðu búi og stíg stoltur frá borði. Árangur landsliða hefur verið góður og ég held að við höldum áfram því gengi. A-landslið karla er mikið í umræðunni og það mæðir mikið á þeim sem koma að því liði að koma okkur á EM. Ég hef fulla trú á því að við förum þangað," segir Þórir sem var spurður að því hvort hann vilji ekki vera framkvæmdastjóri þegar Ísland kemst á EM.

„Ég mun fara þangað. Ég fer þangað og fylgist með íslenska landsliðinu."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en Þórir vildi ekki gefa það upp í hvaða starf hann hyggst fara í.
Athugasemdir