Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Á ekki framtíð hjá Barcelona
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Vitor Roque á ekki afturkvæmt í Barcelona en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano.

Roque, sem samdi við Barcelona í lok árs 2023, yfirgaf félagið síðasta sumar og hélt á lán til Real Betis.

Umboðsmaður Roque var óánægður með framkomu Barcelona í garð Roque og ákvað því að fara með hann annað.

Romano segir að ævintýri Roque hjá Barcelona sé lokið. Félagið ætlar að selja hann í sumar.

„Ég vil bara einbeita mér að þeim leikmönnum sem eru hjá félaginu og hann ákvað að fara,“ sagði Flick við fjölmiðla.

Samkvæmt brasilískum miðlum er Palmeiras í viðræðum við Barcelona um að fá Roque á láni og gera síðan skiptin varanleg fyrir 27 milljónir evra í sumar.
Athugasemdir
banner
banner