Ágúst Hlyns á skotskónum - Davíð Snær lagði upp tvö
Atvinnumenn okkar erlendis byrjuðu nokkrir hverjir daginn ansi vel en þrír þeirra komust á blað þennan fyrri part laugardags.
Arnór Ingvi Traustason er líklega besti leikmaður sænska liðsins Norrköping og sýndi í dag af hverju félagið vill framlengja við hann. Landsliðsmaðurinn skoraði tvö af fjórum mörkum liðsins í 4-2 bikarsigri gegn Örebro. Með sigrinum tryggði Norrköping sér úrslitaleik við GAIS um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Arnór Ingvi lék allan leikinn í dag og Ísak Andri Sigurgeirsson lék fyrstu 86 mínúturnar.
Arnór Ingvi Traustason er líklega besti leikmaður sænska liðsins Norrköping og sýndi í dag af hverju félagið vill framlengja við hann. Landsliðsmaðurinn skoraði tvö af fjórum mörkum liðsins í 4-2 bikarsigri gegn Örebro. Með sigrinum tryggði Norrköping sér úrslitaleik við GAIS um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Arnór Ingvi lék allan leikinn í dag og Ísak Andri Sigurgeirsson lék fyrstu 86 mínúturnar.
Í þýsku B-deildinni kom Hólmbert Aron Friðjónsson inn á sem varamaður á 35. mínútu og á 42. mínútu var hann búinn að koma liði sínu Preussen Münster yfir á heimavelli gegn Regensburg. Heimamenn bættu við öðru marki á 69. mínútu og urðu 2-0 lokatölur leiksins. Preussen komst með sigrinum upp af fallsvæðinu. Þetta var þriðja mark Hólmberts á tímabilinu og það fyrsta síðan í september. Leikurinn í dag var þriðji leikur Hólmberts á tímabilinu þar sem hann spilar meira en 35 mínútur.
Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði fyrra mark AB í æfingaleik gegn Sundby. AB er í þriðju efstu deild í Danmörku en Sundby er deild neðar. AB fer aftur af stað í deildinni eftir vetrarfrí eftir tvær vikur. Ægir Jarl Jónasson er samherji Ágústs hjá AB og Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins. AB er í 7. sæti C-deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir fram að tvískiptingu.
Í dönsku B-deildinni vann Kolding 0-1 útisigur á Esbjerg. Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Kolding og Breki Baldursson var ónotaður varamaður hjá Esbjerg. Esbjerg er í 4. sæti deildarinnar sem stendur og Kolding er tveimur sætum og fjórum stigum á eftir Esbjerg. Ari var ekki með í leiknum þar sem hann og kærasta hans, Fanney Birna Steindórsdóttir, eignuðust dóttur í morgun
Norsku liðin Álasund og Levanger áttust við í æfingaleik í dag og var Davíð Snær Jóhannsson í byrjunarliði Álasunds. Davíð lagði upp fyrsta og þriðja mark Álasunds í dag með gæða fyrirgjöfum úr hornspyrnum. Hann spilaði fyrsta klukkutímann í dag og Ólafur Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann í 6-1 sigri Álasunds.
Þá mættust Sogndal og Lyn sömuleiðis í æfingaleik í dag. Óskar Borgþórsson byrjaði á bekknum hjá Sogndal. Lokatölur í leiknum urðu 1-1. Það er rúmur mánuður í að tímabilið í Noregi byrji.
Sundby 0 - 2 AB Kaupmannahöfn
Esbjerg 0 - 1 Kolding
Preussen Münster 2 - 0 Regensburg
Norrköping 4 - 2 Örebro
Álasund 6 - 1 Levanger
Sogndal 1 - 1 Lyn
Athugasemdir