Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta reiður: Alls ekki nógu gott til að vinna úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn West Ham í dag. Liverpool fær tækifæri að ná ellefu stiga forystu á Arsenal með sigri á Man City á morgun.

„Ég er mjög vonsvikinn og augljóslega mjög reiður líka. Maður verður að óska West Ham til hamingju með sigurinn og hvernig þeir spiluðu," sagði Arteta.

„Hvað okkur varðar þá komumst við aldrei í gang og þeir gáfu okkur ekki færi á því að ná okkur á strik. Þrátt fyrir að við náðum tuttugu skotum að marki fannst mér við aldrei ná á það stig sem við þurftum."

Hann var spurður að því hvort meiðsli sóknarmanna hafi sett strik í reikninginn.

„Ég harðneita því. Af því ég er að tala um leikmennina sem spiluðu í dag, ég meðtalinn. Þetta var alls ekki nógu gott til að eiga möguleika á því að vinna úrvalsdeildina."
Athugasemdir
banner
banner