Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bowen: Allir voru búnir að afskrifa okkur
Mynd: EPA
West Ham vann frábæran sigur á Arsenal á Emirates í dag en Jarrod Bowen skoraði eina mark leiksins.

Graham Potter hefur stýrt West Ham í sex leikjum en þatta var aðeins annar sigur liðsins undir hans stjórn.

„Það lögðu sig allir fram. Við vissum að allir þyrftu að gera það, verejast mjög vel og þess vegna náðum við í þessi úrslit. Allir voru búnir að afskrifa okkur en við gerðum það aldrei því við vissum að við getum unnið hvaða fótboltaleik sem er," sagði Bowen.

Mark Bowen var fimmtugasta mark hans í úrvalsdeildinni.

„Ég vann boltann og Wan-Bissaka tók frábært hlaup. Þetta var falleegur bolti frá honum og ég gat ekki klúðrað. Ég vissi að ég var einu marki frá 50 og það var mikilvægt fyrir mig að skora og vinna leikinn fyrir okkur," sagði Bowen.
Athugasemdir
banner
banner