Everton og Manchester United eigast við í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park klukkan 12:30 en þetta verður í síðasta sinn sem liðin eigast við á vellinum.
Everton-menn eru að yfirgefa Goodison Park eftir þetta tímabil og halda á nýjan völl við Bramley-Moore höfnina í LIverpool-borg.
Alejandro Garnacho er á bekknum hjá United ásamt danska undrabarninu Chido Obi Martin, sem kom til United frá Arsenal síðasta sumar. Þá er annar gríðarlega efnilegur leikmaður, Sekou Kone, einnig á bekknum hjá United.
Casemiro, Manuel Ugarte og Rasmus Höjlund eru allir í liði United en David Moyes gerir aðeins eina breytingu á liði Everton frá 2-1 sigrinum á Crystal Palace. Abdoulaye Doucoure snýr úr banni og kemur inn fyrir Carlos Alcaraz.
Everton: Pickford, O'Brien, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Garner, Gueye, Lindstrom, Harrison, Doucoure, Beto.
Man Utd: Onana, Dalot, Mazraoui, Maguire, De Ligt, Dorgu, Fernandes, Casemiro, Ugarte, Zirkzee, Hojlund.
Athugasemdir