Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Cunha: Hugsaði aldrei um að fara frá Wolves
Mynd: EPA
Matheus Cunha, besti leikmaður Wolves, segist aldrei hafa hugsað um að yfirgefa félagið.

Cunha hefur verið einn af ljósu punktum liðsins á annars erfiðu tímabili og frammistaða hans ekki farið framhjá stærri liðum deildarinnar.

Hann var orðaður við Arsenal, Manchester United og Tottenham í janúarglugganum, en ákvað á endanum að framlengja samning sinn við Úlfanna.

„Ég hugsaði aldrei um að yfirgefa Wolves. Ég er nú þegar með nóg á minni könnu og hef alltaf sagt að þetta sé félagið sem gaf mér tækifæri til að koma til baka.“

„Þeir opnuðu hurðina fyrir mér og mér leið alltaf þannig að ég vildi gefa allt mitt til baka og því yrði það erfitt að yfirgefa liðið í þeirri stöðu sem það er í

„Ég er ótrúlega ánægður að vera hér og vonast til að geta haldið áfram að gera góða hluti,“
sagði Cunha.

Cunha, sem er 25 ára gamall, er með 12 mörk og 4 stoðsendingar í deildinni á tímabilinu. Wolves er í 17. sæti með 19 stig, en það er að mörgu leyti honum að þakka að liðið sé ekki í fallsæti.

Hann hefur skorað í öllum sigurleikjum liðsins á tímabilinu og gæti reynst þeim ótrúlega dýrmætur þegar talið verður upp úr pokanum fræga í lok tímabils.
Athugasemdir
banner
banner