Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Duran fékk heimskulegt rautt spjald - Ronaldo komst ekki á blað
Mynd: Al-Nassr
Kólumbíski framherjinn Jhon Duran fékk sitt fyrsta rauða spjald með sádi-arabíska liðinu Al-Nassr er það tapaði fyrir Al Ettifaq, 3-2, í gær.

Duran og Cristiano Ronaldo voru báðir í byrjunarliði Al Nassr en komust ekki á blað.

Hins vegar fékk Duran að líta ótrúlega heimskulegt rautt spjald fyrir að slá aftan í hnakkann á leikmanni Al Ettifaq.

Þetta var hans fyrsta rauða spjald með Al Nassr og verður hann því ekki með liðinu í næsta leik.

Spjaldið og tapið var mikill skellur fyrir Al Nassr sem er í 4. sæti og nú átta stigum frá toppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner