Kólumbíski framherjinn Jhon Duran fékk sitt fyrsta rauða spjald með sádi-arabíska liðinu Al-Nassr er það tapaði fyrir Al Ettifaq, 3-2, í gær.
Duran og Cristiano Ronaldo voru báðir í byrjunarliði Al Nassr en komust ekki á blað.
Hins vegar fékk Duran að líta ótrúlega heimskulegt rautt spjald fyrir að slá aftan í hnakkann á leikmanni Al Ettifaq.
Þetta var hans fyrsta rauða spjald með Al Nassr og verður hann því ekki með liðinu í næsta leik.
Spjaldið og tapið var mikill skellur fyrir Al Nassr sem er í 4. sæti og nú átta stigum frá toppnum.
Duran’s red card is funny???????????? pic.twitter.com/xdNUm1eLW2
— Lyoses ???? (@ArinaitweLyoses) February 21, 2025
Athugasemdir