Spænski stjórinn Andoni Iraola segist ekki veita orðrómi um að hann gæti tekið við Real Madrid tímabilið sérstakan áhuga og hann sé einbeittur á að gera vel með Bournemouth.
Bournemouth-liðið er að spila frábærlega undir stjórn Iraola en liðið á möguleika á að komast í Meistaradeildarsæti ef liðinu tekst að vinna Wolves í dag.
Carlo Ancelotti mun að öllum líkindum yfirgefa Real Madrid í sumar og hefur Iraola verið nefndur í umræðunni sem mögulegur eftirmaður hans.
Stjórinn segist ekkert vera að pæla í þessum fréttum.
„Hvað mig varðar þá hefur ekkert breyst. Þú getur ekki stjórnað hlutum sem er rætt utan félagsins og er það alveg klárt mál að ég veiti því enga athygli heldur. Við einbeitum okkur að næsta leik og staðan er sú sama og í síðustu viku,“ sagði Iraola.
„Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár sem leikmaður og þjálfari og veit því hvernig þessir hlutir virka, hvað er mikilvægt og hvað er það ekki. Það mikilvægasta í þessu vikur er leikurinn sem við spilum gegn Wolves. Það verður krefjandi verkefni en við eigum góðan möguleika á að geta haldið áfram að safna stigum,“ sagði hann í lokin."
Athugasemdir