Allt stefnir í að Manchester United tapi enn einum deildarleiknum undir stjórn Ruben Amorim en liðið er tveimur mörkum undir gegn Everton á Goodison Park.
Everton-menn voru mjög líflegir snemma leiks og pressuðu United hátt uppi.
Heimamenn komust í forystu eftir hornspyrnu. United var í mesta basli með að hreinsa boltann frá og eftir skallatennis milli leikmanna var það Beto sem fékk boltann inn fyrir og þrumaði honum í netið.
Sjáðu markið hjá Beto
Abdoulaye Doucoure, sem var að snúa aftur úr banni, gerði annað markið. André Onana varði fyrsta skot frá Jack Harrison, en Doucoure tókst að stökkva upp í frákastið, vinna Harry Maguire í skallaeinvíginu og skila boltanum í netið.
Sjáðu markið hjá Doucoure
Alger martröð fyrir Amorim og lærisveina hans sem gæti hrunið enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins.
Athugasemdir