Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   lau 22. febrúar 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Sögulegt tap Leicester
Mynd: EPA
Leicester City skráði sig í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar er liðið tapaði fyrir Brentford, 4-0, á King Power leikvanginum í gær.

Nýliðarnir gáfu Brentford sigurinn á silfurfati en þetta var sjötta tap liðsins í röð á heimavelli.

Ekki nóg með það þá hefur Leicester ekki tekist að skora í þessum sex leikjum sem er nýtt met í deildinni.

Ruud van Nistelrooy tók við liðinu eftir að Steve Cooper var rekinn frá félaginu í nóvember.

Hollendingurinn hefur aðeins náð í tvo sigra síðan hann tók við og einn leik í enska bikarnum.


Athugasemdir