Elvar Geir Magnússon skrifar frá Slóveníu

Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Slóveníu sem verður í dag klukkan 17:00 að íslenskum tíma.
„Það er engin ástæða til annars en að fara bjartsýnir í þennan leik. Þetta verður jafn og spennandi leikur en við eigum möguleika á að gera eitthvað og vonandi verðum við brosandi eftir hann," sagði Hannes í gær.
„Ef að við gerum það sem lagt er upp með og hlutirnir falla með okkur þá vinnum við leikinn. Við stefnum á það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir