Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. mars 2020 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale og fleiri fótboltamenn taka þátt í góðgerðarstreymi
Bale tekur þátt í mótinu.
Bale tekur þátt í mótinu.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, Luke Shaw, Jordan Pickford og fleiri fótboltamenn munu á næstunni taka þátt í góðgerðarstreymi á tölvuleiknum FIFA 2020.

Markmiðið með streyminu er að taka höndum saman og safna fjármunum í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Auk þeirra þriggja sem voru nefndir hér að ofan þá hafa Daniel James, Dominic Calvert-Lewin, Kieran Tierney, Ruben Loftus-Cheek, Mason Mount og Billy Gilmour tilkynnt þáttöku sína í verkefninu.

Bale segir í tilkynningu að markmiðið sé að berjast gegn kórónuveirunni og einnig að skemmta þeim sem geta ekki yfirgefið heimili sitt. „Ef við gerum öll okkar þá getum við sigrast á þessu saman," segir Bale.

Streymið mun fara fram á Twitch en nákvæm dagsetning verður gefin út von bráðar.


Athugasemdir
banner
banner