Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Unai Emery: Opinn fyrir öllu
Mynd: Getty Images
Unai Emery, fyrrum þjálfari Sevilla, PSG og Arsenal, er samningslaus um þessar mundir og segist hafa verið í viðræðum við nokkur félög úr ítölsku Serie A deildinni.

Hann veit ekki hvað næsta skref á ferlinum verður og segist hann vera tilbúinn til að mæta aftur til starfa eftir langþráð á endurnærandi frí.

„Ég þjálfaði í sextán ár í röð og ákvað að taka mér smá pásu til að undirbúa mig fyrir næsta verkefni. Ég er opinn fyrir öllu og ætla ekki að útiloka neitt. Ég væri til í að starfa á Englandi, Frakklandi eða Spáni þar sem ég hef verið áður eða á Ítalíu þar sem ég hef aldrei þjálfað," sagði Emery í samtali við vefsíðu TuttoJuve.

„Ég hef verið í samskiptum við nokkur félög á Ítalíu og fylgist náið með fótboltanum þar. Ég er hrifinn af Juventus og Maurizio Sarri.

„Hann gerði mjög vel hjá Chelsea, að enda í þriðja sæti og vinna Evrópudeildina er afrek. Juve er með frábært lið og er meðal fjögurra sigurstranglegustu liða Meistaraeildarinnar."

Athugasemdir
banner
banner
banner