Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   þri 22. mars 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eins og ég sé endurvakinn og er að njóta mín meira en áður fyrr"
Ekki lengur 22 ára
Icelandair
Marki fagnað með Bolton.
Marki fagnað með Bolton.
Mynd: Getty Images
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: KSÍ
Á landsliðsæfingu fyrir ári síðan.
Á landsliðsæfingu fyrir ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Númer 9 hjá Bolton
Númer 9 hjá Bolton
Mynd: Bolton Twitter
Ég myndi helst veilja vera áfram 22 ára
Ég myndi helst veilja vera áfram 22 ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Íslenska landsliðið er statt á Spáni og undirbýr sig fyrir tvo vináttuleiki, fyrst gegn Finnlandi á laugardag og svo í kjölfarið er leikur gegn Spánverjum.

Jón Daði skipti yfir til Bolton frá Millwall í janúar eftir að hafa verið í frystinum hjá Millwall í langan tíma.

Ansi langur tími þar sem hann var ekki nálægt því að spila
Hvernig hefur tíminn í Bolton verið?

„Þetta er búið að vera æðislegt, að komast almennilega í gang aftur. Þetta var ansi langur tími í Milwall þar sem ég var ekki nálægt því að vera reglulega í alvöru fótbolta. Svo er algjör plús að byrja svona vel,“ sagði Jón Daði á fréttamannafundi íslenska landsliðsins í dag.

Jón Daði yfirgaf Milwall í janúar og gekk í raðir Bolton þar sem hann hefur blómstrað. Hann segist hafa endurupplifað ást sína á fótbolta með komunni til Bolton.

„Ég fékk spark í rassinn sem ég þurfti á að halda með félagsskiptunum til Bolton og finn að ég nýt þess mun betur að vera í fótbolta. Ég get alveg viðurkennt að það voru tímabil í Milwall sem ég efaðist um hvort ástríðan væri ennþá til staðar."

„Maður var bara að mæta á æfingar en ekki að spila leiki, út af því var gott að komast annað. Þegar það gengur vel þá vaknar ástríðan af alvöru. Mér líður eins ég sé endurvakinn og ég er að njóta mín meira en áður fyrr á vellinum.“


Mikill iðnaður og læti
Er munur á Championship og League one?

„Það er örlítill munur, gæðin eru eitt af því sem þú tekur kannski eftir á liðunum í neðri hlutanum en enski fótboltinn er alltaf mikill iðnaður og læti. Það eru líka erfiðir vellir þar sem er ekki hægt að spila eins og Bolton vill spila, þá þarf að spila boltanum langt.“

Íslendingafélagið Bolton
Margir Íslendingar; Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Grétar Rafn Steinsson, Heiðar Helguson, Birkir Kristinsson, Ólafur Páll Snorrason og Arnar Gunnlaugsson hafa spilað með Bolton. Jón Daði finnur fyrir því að Íslendingar eru vinsælir hjá félaginu.

„Maður finnur mjög mikið fyrir ákveðinni ást á Íslendingum, maður fer í þessa leiki og það eru fimm-sex íslenskir fánar á vellinum og maður heyrir reglulega frá fólki í félginu tala um leikmennina, sem voru áður hjá félaginu, á mjög jákvæðan hátt."

„Maður finnur mjög mikið fyrir því hversu mikið fótboltasamfélag þetta er, maður er stoppaður reglulega af fólki fyrir mynd eða til þessa spjalla um fótbolta. Þeta er skemmtilegur kúltúr, þétt samfélag og virkilega gaman að vera í þannig umhverfi.“


Jákvætt og erfitt próf
Hvernig líst þér á þessa komandi leiki?
Íslenska landsliðið spilar nú tvo æfingaleiki gegn Finnlandi og Spáni sem Jón Daði vonast að nýtist vel.

„Frábærlega, það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki til að binda okkur meira og meira saman sem lið. Við erum búnir að vera að tala um það frá síðasta ári hvað það er sem við getum betrumbætt. Þetta er hægt og rólega á leið í rétta átt, hinir og þessir hlutir sem þarf að gera betur í."

„Þetta eru góðir mótherjar að mæta, Spánn er gífurlega sterk og stór þjóð. Það eru skemmtilegustu leikirnir og leikirnir sem þú vilt spila. Þetta er jákvætt og erfitt próf.“


Aldurinn er ekki allt
Jón Daði var spurður út í breytingarnar á landsliðinu frá því fyrir ári síðan.

„Þetta er öðruvísi, liðið er töluvert mikið breytt. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi, ungir leikmenn komnir í þetta. Þeir þurfa að sýna það strax að þeir séu í þessu af alvöru, það eru mjög spennandi hæfileikar að koma í gegn. Það er mikilvægt fyrir alla, og ég held að þeir viti það allir, að aldurinn er ekki allt. Við erum að þróa liðið og það tekur alltaf smá tíma. Á sama tíma viljum við ná árangri sem allra fyrst, maður finnur það á öllum í hópnum.“

Væri til í að vera 22 ára
Talandi um aldur, Jón Daði er næst leikjahæsti leikmaðurinn í landsliðshópnum. Hvernig er að heyra þá staðreynd?

„Það er skrítið, ég man alveg eftir því þegar ég kom í landsliðið 22 ára. Núna er maður með reynslumeiri leikmönnunum, ég myndi helst veilja vera ennþá 22 ára en maður er það ekki lengur. Þetta er öðruvísi og öðruvísi verkefni á jákvæðan hátt. En maður reynir að skila sinni reynslu á strákana og í leiðinni að gera sitt allra besta eins og maður reynir alltaf að gera fyrir landsliðið."

Jón Daði segist ekki vera að hugsa um fyrirliðabandið ef Birkir fer af velli. „Auðvitað samt ef það tækifæri kemur upp þá myndi ég glaður taka við því. Það er draumur allra að verða einhvern tímann fyrirliði landsliðsins. Birkir er hörku leiðtogi og við erum líka með nokkra aðra. Það yrði jákvætt ef svo myndi gerast," sagði Jón Daði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner