Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Úr utandeildinni í portúgalska landsliðið á fimm árum
Mynd: Getty Images
Hinn 24 ára gamli Jota Silva spilaði sinn fyrsta A-landsleik með Portúgal í 5-2 sigrinum á Svíþjóð í gær en saga hans er ævintýraleg.

Silva er uppalinn hjá Sousense, sem spilar í utandeildinni í Portúgal, áður en hann færði sig yfir til Pacos Ferreira, sem spilaði þá í úrvalsdeildinni.

Hann fékk aldrei tækifærið með aðalliði Pacos Ferreira og fór því aftur til Sousense aðeins ári síðar.

Tímabilið 2018-2019 spilaði hann í utandeildinni með Sousense en færði sig hratt upp um deildir. Fyrir tveimur árum gekk hann í raðir Vitoria Guimaraes þar sem hann hefur spilað frábærlega og var hann á dögunum valinn í A-landslið Portúgals.

Jota Silva kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir af leiknum í sínum fyrsta A-landsleik. Ekki nóg með það þá spilaði hann í Guimaraes og var því vel fagnað af stuðningsmönnum heimamanna.


Athugasemdir
banner
banner